18.9.2009 | 13:20
Ályktun
Reykjavík 18. september, 2009
Ályktun frá þinghópi Hreyfingarinnar
Þinghópur Hreyfingarinnar hafnar alfarið tilraunum Breta og Hollendinga til að reyna að hafa áhrif á þá fyrirvara sem Alþingi setti við ríkisábyrgðina vegna Icesave skuldbindingana. Krafa Breta og Hollendinga gerir þá efnahagslegu fyrirvara sem þverpólitísk sátt náðist um á Alþingi að engu og setur málið á byrjunarreit.
Þinghópurinn átelur einnig ríkisstjórnina fyrir þann blekkingarleik sem felst í því að kynna afstöðu Breta og Hollendinga sem jákvætt innlegg í málið þegar staðreyndin er sú að krafa þeirra kippir algerlega fótunum undan þeim efnahagslegu fyrirvörum sem ríkisábyrgðin byggir á.
HREYFINGIN
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar