20.9.2009 | 10:00
Frá Flokksræði til Lýðræðis - Sagan sögð
Grein eftir Sigurlaugu Ragnarsdóttur
Mig langar til rekja sögu okkar í Hreyfingunni til að fólk geti áttað sig á því hvaðan við komum og hver við erum og hvað við gerðum fyrir tíma Hreyfingarinnar. Eins og sést hér að neðan hefur margt gerst á einu ári og stundum finnst manni að það sé í raun ótrúlegt hversu mikið hefur áorkast á aðeins einu ári. Vona að þið sem lesið þennan pistil getið betur mótað ykkur skoðun á því hvers vegna við treystum okkur í þessa vinnu og tókum þá meðvituðu ákvörðun að taka upp þráðinn þar sem við vorum fyrir ári síðan.
SAGAN:
10. október 2008. Nýjir Tímar
"Við stöndum sameinuð um þessa undirstöðuþætti í Nýjum tímum og munum beita öllum löglegum aðferðum til að knýja þá fram, í nafni réttlætis. Þegar við höfum náð fram kröfum okkar getum við farið að ræða framhaldið. Við í Nýjum tímum bjóðum öllum Íslendingum að ganga til liðs við okkur.Allir sem vilja vinna að þessum einföldu markmiðum geta fundið samfélag hjá okkur. Leggjum öll innantóm deilumál niður og rísum upp í nafni lýðræðis og réttlætis. Hjá Nýjum tímum göngum við þvert á allar pólitískar flokkslínur og neitum að vera grundvöllur fyrir pólitískt framapot."
Ég var talsmaður í baráttuhópinum Nýjum Tímum sem hóf starf sitt í byrjun október 2008. Við stóðum að skriflegum mótmælum, héldum úti heimasíðunni www.nyjirtimar.com og "Ákall til þjóðarinnar" á facebook og gerum enn. Við skipulögðum mótmælin við Ráðherra bústaðinn, Trukkagöngunni eftirminnilegu þann 1. nóvember,héldum Skjaldborgarmótmælin á hverjum miðvikudegi við Alþingishúsið, kveiktum á kertum með Herði Torfasyni 3 helgar í röð fyrir framan Alþingishúsið í þagnaðarmótmælunum jólin 2008. Við Hörður mótmæltum líka annarstaðar, fórum með kæru til ríkissaksóknara og lögðum fram kæru vegna Glitnis. Ég stóð fyrir hundruðum skriflegra mótmæla vegna sölu á KPMG á Kaupþingi sem var stöðvuð í nóv´08, skrifuðum sænskum þingmönnunum og fjölmargt fleira. Stend fyrir slíkum skrifum enn í dag og síðasta áskorunin í kringum mál Jón Jósefs varð til þess að fjölþingmenn svöruðu og vildu taka málið fyrir á þinginu.
Við hófum farsælt samstarf með góðum hópi sem stóð að Borgarahreyfingunni - þjóðfundinum 1. desember 2008. Samstarfið og undirbúningur að fundinum heppnaðist með eindæmum vel. Við fundum strax fyrir ákveðnum samhljóm á þverpólitískum grundvelli. Þar hittum við margt gott fólk sem eru miklir vinir okkar enn í dag, Þór Saari, Lílju Mósesdóttur, Hallfríði Þórarinsdóttur, Jakobínu Ólafsdóttur, Árna Daníelssyni, Viðar Hreinssyni, Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur og Hirti Hjartarsyni.
Við unnum saman í sk. Tink - Tank hópi allt fram í mars 2009. Við hittumst þá stundum oft í viku og það var eitt það ánægjulegasta samstarf sem ég hef átt í gegnum tíðinina. Þar var gagnkvæm virðing, vinsemd, gífurlega atorka og framkvæmdarsemi sem var einstök. Þar heyrði ég hugmyndina um breytingarframboð fyrst og likaði hún mjög vel, hú var í raun alger snilld. Ég hafði engan áhuga á að fara inn í flokkana og reyna að ná lýðræðisumbótum þar eins og sum okkar gerðu. Fyrir mér er það vita vonlaust þar sem að samtryggingin er rótgróin og 4 flokkurinn í raun bara einn flokkur. Við vildum finna leið til að komast inn á þing, gera breytingar í stjórnarskrá til að uppræta spillinguna og koma á lýðræði. Leggja síðan hreyfinguna niður. sbr. " Hit and Run "
Hugmyndafræðin á bak við þetta "breytingarframboð" var unnið í Akademíuhópnum. Það sem skiptir máli í dag er sú að grundvallarhugmyndin um að ná kjöri komast inn á þing, var frumforsenda framboðsins. Að gera ákveðnar breytingar á stjórnarskrá, koma á persónukjöri og stjórnlagaþingi. Fara frá flokksræði til lýðræðis, uppræta flokksræðið á Íslandi - leggja síðan þetta "hit - and run framboð niður". Ég fór norður á Akureyri og kynnti þessa hugmynd fyrir m.a George Hollanders og Rakel Sigurgerisdóttur, í Akademíunni á Akureyri.
Við unnum þessa vinnu markvisst í 3 mánuði. Síðan ákváðum að reyna að sameina grasrótina og kynna þessa hugmynd fyrir þeim. Við buðum öllum grasrótarhópum á fund með okkur í janúar 2009 og í Reykjavíkur akademínunni. Þangað komu Lýðveldisbyltingin, Nýjjir Tímar, Byltingu Fíflanna frá Akureyri, Samtök um borgarbyggð, Þórður B. Sigrðsson, Ómar Ragnarsson og Gunnar Sigurðsson frá Borgarafundinum. Á þessum fyrsta fundi vildum við finna hvort við gætum fundið 5 sameiginlega samnefnara sem þessir hópar gætu átt sameiginlega og vinna út frá hugmyndum okkar um Breytingarframboð/ hit and run. Lilja Mósesdóttir og Þór Saari unnu síðan efnahagspakkan í stefnuskrá okkar á þessum tíma ef að til framboðs kæmi. Þessi efnahagspakki var síðar nýttur í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar seinna meir. Tillögur um lýðræðissumbæturnar komu frá Lýðveldissbyltingunni
og þær p-ssuðu vel við okkar hugmyndir um hvað væri mikilvægast að gera til að koma á persónukjöri, stjórnlagaþingi og stjórnarskrábreytingum.
Gunnar Sigurðsson lýsti því yfir á þessum sama fundi að hann skyldi ekkert í því af hverju við værum að þessu brölti og það að fara í framboð sem væri hans síðasta ósk. Hann vildi ekki á nokkurn hátt taka þátt í þessari samvinnu og lýsti því yfir staðfastlega á fundinum. Samstöða - bandalag grasrótarhópa hugði á framboð ef vel lukkaðist. Gott og vel, Gunnar kvaddi en eftir stóðu hinir hóparnir sem unnu síðan dag og nótt að koma á lögum og samþykktum nýju hreyfingarinnar sem fékk nafnið Samstaða - bandalag grasrótarhópa.
SAMSTAÐA - bandalag grasrótarhópa, meðlimir:
Nýjir Tímar: Cilla, Andri Sigurðsson og Birgitta Jónsdóttir
Akademían: Viðar Hreinsson, Hallfríður Þórarinsdóttir, Árni Daníelsson, Hjörtur Hjartarson og Þór Saari
Lýðveldisbyltingin: Baldvin Jónsson, Daði Ingólfsson, Hebert Sveinbjörnsson, Gunnar Grímsson og
Sigurður Hr. Sigurðsson
Borgarasamtökin: Gunnar og Örn
Bylting fíflanna: Rakel Sigurgeirsdóttir og George Hollanders
Yfirlýsing kom frá Samstöðu - hópnum í fjölmiðlum og hljóðaði svo:
"Samstaða -bandalag grasrótarhópa er félag sem er opið öllum grasrótarhópum og einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna að lýðræðisumbótum og upprætinu spillingar í stjórnkerfinu."
Hafið samband við okkur samstada@gmail.com
sjá: http://www.samstada.blog.is/blog/samstada/entry/810484/
Samstaða hélt síðan borgarafund um persónukjör og kosningalög í Iðnó.
" Borgarafundur um persónukjör & kosningalög - Iðnó fimmtudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00"
sjá; http://www.samstada.blog.is/blog/samstada/entry/810484/
Á þessum tímapunkti ákvað Samstaða á fundi að fara í framboð. Stjórn hreyfingarinnar greiddi atkvæði um framboðið á fundi hreyfingarinnar og nú var bara að finna frambjóðendur. Það var enginn hugur í hvorki mér, Birgittu né Þór Saari að fara fram. Við vildum vinna í baklandinu eins og við höfðum gert hingað til og aftókum með öllu að fara sjálf fram þrátt fyrir að margir hvöttu okkar til þess að gera það.
Nokkrum dögum síðar vorum við Birgitta kallaðar á fund í Borgartúninu á vegum Gunnars Sigurðssonar.
Við mættum á fundinn og okkur boðið að taka þátt í framboði með þeim sem að Borgarafundinum stóðu. Þetta kom mér verulega á óvart þar sem Gunnar Sigurðsson hafði allar götur gert lítið úr "brölti" okkar sem ætluðum í framboð? Við fengum lítinn tíma til að hugsa þetta enda vorum við mjög hissa og kom þetta tilboð okkur í opna skjöldu. Okkur líkaði vel við marga þarna og vorum tvístígandi en treystum mörgum þarna úr Samstöðu en höfðum lítið unnið með Borgarafundinum.
Þá lagði Gunnar til að Herbert Sveinbjörnsson yrði formaður og Birgitta Jónsdóttir varaformaður.
Í stjórn vor: Sigurlaug Ragnarsdóttir, Lilja skaftadóttir, Heiða. B Heiðars, Herbert, Birgitta, Guðni Karlsson, Örn, Sigurður Hr. Sigurðsson, Helga Þórðardóttir, Gunnar Skúli og Baldvin Jónsson ritari.
Þá lagði Gunnar til að nafnið Borgarahreyfingin yrði notað, nafnið á hreyfingunni sem stóð að baki þjóðfundinum 1. desember 2008. Við höfðum ekkert á móti því að nota þetta nafn sem slíkt enda erum heimildir til um það hvaðan það er komið.
sjá;
Borgarahreyfingin þjóðin á þing er stjórnmálahreyfing sem var stofnuð 2009 í kjölfar efnahagskreppunnar á Íslandi og bauð fram til Alþingiskosninganna 2009. Skoðanakannanir sýndu jafnt og þétt vaxandi fylgi við hreyfinguna frá því að framboðið var fyrst tilkynnt til fjölmiðla, þann 23. febrúar 2009. og stóð það í 6,2% síðustu daga fyrir kosningar. Í kosningunum náði Borgarahreyfingin fjórum þingsætum.
Borgarahreyfingin varð til við samruna Samstöðu-hópsins og hópa sem verið hafa að starfa að lýðræðismálum í Borgartúni 3. Framboðið hlaut nafnið Borgarahreyfingin og tengt því er unnið mikið grasrótarstarf. Á vef Borgarahreyfingarinnar stendur að hún hreinsa út spillingu, koma á virkara lýðræði og skýrri þrískiptingu valdsins. Borgarahreyfingin styður persónukjör og hefur lýst því yfir að hreyfingin verði lögð niður eftir að markmiðum hennar hefur verið náð. Meðal annara stefnumála er andstaða við verðtryggð lán, þjóðaratkvæðagreiðslur óski 7% þjóðarinnar þess og stjórnlagaþing haustið 2009.
Merki Borgarahreyfingarinnar appelsínugul slaufa vísar til appelsínugula borðans sem mótmælendur sem mótmæltu friðsamlega báru.
Það má segja að flestir sem komu úr allir sem komu úr Nýjum tímum, Akademínunni og nokkrir úr Lýðveldisbyltingunni eru þeir sem hafa fylgt þingmönnunum og stofnað Hreyfinguna. Við erum ekki nýtt framboð heldur sama fólkið sem höfum unnið saman í heilt ár og afkastað ótrúlegustu hlutum. Við erum með mjög skýra stefnu, afkastamikla einstaklinga í okkar baklandi sem er mjög tryggt og sterkt, baklandið er afraksturinn af þeirri vinnu sem við höfum innt af hendi sl. ár. sem ég kýs að kalla grasrót.
Við lifum á hröðum tímum þar sem við verðum að einblína af fullum krafti á það sem skiptir alla landsmenn máli, hafa hag þeirra ávallt í fyrirrúmi og klára verkefnalistann okkar sem að við settum upp í janúar 2009.
Það skiptir mig litlu máli hvernig það er unnið svo fremur bara það sé á hreinu að menn vinni saman með heilindin og með hag allra í fyrirrúmi. Grasrótin er öflugasta aflið og það er ekki hægt að staðsetja heldur er það sjálfstætt starfandi afl um allt samfélag. Það hefur til að mynda sýnt sig best í máli Jóns Jósefssonar hversu öflugt bakland okkar er þar sem heill her sérfróðra manna rís upp og slær um hann skjaldborg. Svona vinnst þetta eingöngu að mínu mati, aldrei að gefast upp, halda áfram, keyra hlutina áfram af hörku, gefum öllum tækifæri til að sanna sig og vera með, jákvæð og með sigur að leiðarljósi. Afkomendur okkar eiga það skilið frá okkur að við gefumst ekki upp, við viljum heldur ekki kenna þeim að gefast upp og framtíð þessa lands, sem að þau eiga rétt á að búa í, er í húfi.
Í þessum anda hef ég alltaf kosið að starfa og starfa enn.
Ég syrgi ekki nöfn hreyfinga, þær koma og fara. Ég vinn heldur ekki í flokkum. Ég verð aftur á móti sorgmædd þegar að ég finn krafta fólks þrjóta vegna leiðinda, misskilnings og valdabaráttu. Ég á ekki hreyfinguna frekar en byltinguna, þær eiga sig sjálfar og eru bara uppspretta grasrótarinnar. Grasrótin er lifandi afl, situr ekki mikið inni á skrifstofum eða á fundum. Grasrótin framkvæmir í takt við það sem hún talar. Að finna að maður hafi tekið enn eitt skrefið í átt til lýðræðis var og er ólýsanleg tilfinning sem verður aldrei af manni tekin.
Baráttukveðja og Lifið Heil!
Cilla
www.hreyfingin.blog.is
SAGAN:
10. október 2008. Nýjir Tímar
"Við stöndum sameinuð um þessa undirstöðuþætti í Nýjum tímum og munum beita öllum löglegum aðferðum til að knýja þá fram, í nafni réttlætis. Þegar við höfum náð fram kröfum okkar getum við farið að ræða framhaldið. Við í Nýjum tímum bjóðum öllum Íslendingum að ganga til liðs við okkur.Allir sem vilja vinna að þessum einföldu markmiðum geta fundið samfélag hjá okkur. Leggjum öll innantóm deilumál niður og rísum upp í nafni lýðræðis og réttlætis. Hjá Nýjum tímum göngum við þvert á allar pólitískar flokkslínur og neitum að vera grundvöllur fyrir pólitískt framapot."
Ég var talsmaður í baráttuhópinum Nýjum Tímum sem hóf starf sitt í byrjun október 2008. Við stóðum að skriflegum mótmælum, héldum úti heimasíðunni www.nyjirtimar.com og "Ákall til þjóðarinnar" á facebook og gerum enn. Við skipulögðum mótmælin við Ráðherra bústaðinn, Trukkagöngunni eftirminnilegu þann 1. nóvember,héldum Skjaldborgarmótmælin á hverjum miðvikudegi við Alþingishúsið, kveiktum á kertum með Herði Torfasyni 3 helgar í röð fyrir framan Alþingishúsið í þagnaðarmótmælunum jólin 2008. Við Hörður mótmæltum líka annarstaðar, fórum með kæru til ríkissaksóknara og lögðum fram kæru vegna Glitnis. Ég stóð fyrir hundruðum skriflegra mótmæla vegna sölu á KPMG á Kaupþingi sem var stöðvuð í nóv´08, skrifuðum sænskum þingmönnunum og fjölmargt fleira. Stend fyrir slíkum skrifum enn í dag og síðasta áskorunin í kringum mál Jón Jósefs varð til þess að fjölþingmenn svöruðu og vildu taka málið fyrir á þinginu.
Við hófum farsælt samstarf með góðum hópi sem stóð að Borgarahreyfingunni - þjóðfundinum 1. desember 2008. Samstarfið og undirbúningur að fundinum heppnaðist með eindæmum vel. Við fundum strax fyrir ákveðnum samhljóm á þverpólitískum grundvelli. Þar hittum við margt gott fólk sem eru miklir vinir okkar enn í dag, Þór Saari, Lílju Mósesdóttur, Hallfríði Þórarinsdóttur, Jakobínu Ólafsdóttur, Árna Daníelssyni, Viðar Hreinssyni, Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur og Hirti Hjartarsyni.
Við unnum saman í sk. Tink - Tank hópi allt fram í mars 2009. Við hittumst þá stundum oft í viku og það var eitt það ánægjulegasta samstarf sem ég hef átt í gegnum tíðinina. Þar var gagnkvæm virðing, vinsemd, gífurlega atorka og framkvæmdarsemi sem var einstök. Þar heyrði ég hugmyndina um breytingarframboð fyrst og likaði hún mjög vel, hú var í raun alger snilld. Ég hafði engan áhuga á að fara inn í flokkana og reyna að ná lýðræðisumbótum þar eins og sum okkar gerðu. Fyrir mér er það vita vonlaust þar sem að samtryggingin er rótgróin og 4 flokkurinn í raun bara einn flokkur. Við vildum finna leið til að komast inn á þing, gera breytingar í stjórnarskrá til að uppræta spillinguna og koma á lýðræði. Leggja síðan hreyfinguna niður. sbr. " Hit and Run "
Hugmyndafræðin á bak við þetta "breytingarframboð" var unnið í Akademíuhópnum. Það sem skiptir máli í dag er sú að grundvallarhugmyndin um að ná kjöri komast inn á þing, var frumforsenda framboðsins. Að gera ákveðnar breytingar á stjórnarskrá, koma á persónukjöri og stjórnlagaþingi. Fara frá flokksræði til lýðræðis, uppræta flokksræðið á Íslandi - leggja síðan þetta "hit - and run framboð niður". Ég fór norður á Akureyri og kynnti þessa hugmynd fyrir m.a George Hollanders og Rakel Sigurgerisdóttur, í Akademíunni á Akureyri.
Við unnum þessa vinnu markvisst í 3 mánuði. Síðan ákváðum að reyna að sameina grasrótina og kynna þessa hugmynd fyrir þeim. Við buðum öllum grasrótarhópum á fund með okkur í janúar 2009 og í Reykjavíkur akademínunni. Þangað komu Lýðveldisbyltingin, Nýjjir Tímar, Byltingu Fíflanna frá Akureyri, Samtök um borgarbyggð, Þórður B. Sigrðsson, Ómar Ragnarsson og Gunnar Sigurðsson frá Borgarafundinum. Á þessum fyrsta fundi vildum við finna hvort við gætum fundið 5 sameiginlega samnefnara sem þessir hópar gætu átt sameiginlega og vinna út frá hugmyndum okkar um Breytingarframboð/ hit and run. Lilja Mósesdóttir og Þór Saari unnu síðan efnahagspakkan í stefnuskrá okkar á þessum tíma ef að til framboðs kæmi. Þessi efnahagspakki var síðar nýttur í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar seinna meir. Tillögur um lýðræðissumbæturnar komu frá Lýðveldissbyltingunni
og þær p-ssuðu vel við okkar hugmyndir um hvað væri mikilvægast að gera til að koma á persónukjöri, stjórnlagaþingi og stjórnarskrábreytingum.
Gunnar Sigurðsson lýsti því yfir á þessum sama fundi að hann skyldi ekkert í því af hverju við værum að þessu brölti og það að fara í framboð sem væri hans síðasta ósk. Hann vildi ekki á nokkurn hátt taka þátt í þessari samvinnu og lýsti því yfir staðfastlega á fundinum. Samstöða - bandalag grasrótarhópa hugði á framboð ef vel lukkaðist. Gott og vel, Gunnar kvaddi en eftir stóðu hinir hóparnir sem unnu síðan dag og nótt að koma á lögum og samþykktum nýju hreyfingarinnar sem fékk nafnið Samstaða - bandalag grasrótarhópa.
SAMSTAÐA - bandalag grasrótarhópa, meðlimir:
Nýjir Tímar: Cilla, Andri Sigurðsson og Birgitta Jónsdóttir
Akademían: Viðar Hreinsson, Hallfríður Þórarinsdóttir, Árni Daníelsson, Hjörtur Hjartarson og Þór Saari
Lýðveldisbyltingin: Baldvin Jónsson, Daði Ingólfsson, Hebert Sveinbjörnsson, Gunnar Grímsson og
Sigurður Hr. Sigurðsson
Borgarasamtökin: Gunnar og Örn
Bylting fíflanna: Rakel Sigurgeirsdóttir og George Hollanders
Yfirlýsing kom frá Samstöðu - hópnum í fjölmiðlum og hljóðaði svo:
"Samstaða -bandalag grasrótarhópa er félag sem er opið öllum grasrótarhópum og einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna að lýðræðisumbótum og upprætinu spillingar í stjórnkerfinu."
Hafið samband við okkur samstada@gmail.com
sjá: http://www.samstada.blog.is/blog/samstada/entry/810484/
Samstaða hélt síðan borgarafund um persónukjör og kosningalög í Iðnó.
" Borgarafundur um persónukjör & kosningalög - Iðnó fimmtudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00"
sjá; http://www.samstada.blog.is/blog/samstada/entry/810484/
Á þessum tímapunkti ákvað Samstaða á fundi að fara í framboð. Stjórn hreyfingarinnar greiddi atkvæði um framboðið á fundi hreyfingarinnar og nú var bara að finna frambjóðendur. Það var enginn hugur í hvorki mér, Birgittu né Þór Saari að fara fram. Við vildum vinna í baklandinu eins og við höfðum gert hingað til og aftókum með öllu að fara sjálf fram þrátt fyrir að margir hvöttu okkar til þess að gera það.
Nokkrum dögum síðar vorum við Birgitta kallaðar á fund í Borgartúninu á vegum Gunnars Sigurðssonar.
Við mættum á fundinn og okkur boðið að taka þátt í framboði með þeim sem að Borgarafundinum stóðu. Þetta kom mér verulega á óvart þar sem Gunnar Sigurðsson hafði allar götur gert lítið úr "brölti" okkar sem ætluðum í framboð? Við fengum lítinn tíma til að hugsa þetta enda vorum við mjög hissa og kom þetta tilboð okkur í opna skjöldu. Okkur líkaði vel við marga þarna og vorum tvístígandi en treystum mörgum þarna úr Samstöðu en höfðum lítið unnið með Borgarafundinum.
Þá lagði Gunnar til að Herbert Sveinbjörnsson yrði formaður og Birgitta Jónsdóttir varaformaður.
Í stjórn vor: Sigurlaug Ragnarsdóttir, Lilja skaftadóttir, Heiða. B Heiðars, Herbert, Birgitta, Guðni Karlsson, Örn, Sigurður Hr. Sigurðsson, Helga Þórðardóttir, Gunnar Skúli og Baldvin Jónsson ritari.
Þá lagði Gunnar til að nafnið Borgarahreyfingin yrði notað, nafnið á hreyfingunni sem stóð að baki þjóðfundinum 1. desember 2008. Við höfðum ekkert á móti því að nota þetta nafn sem slíkt enda erum heimildir til um það hvaðan það er komið.
sjá;
Borgarahreyfingin þjóðin á þing er stjórnmálahreyfing sem var stofnuð 2009 í kjölfar efnahagskreppunnar á Íslandi og bauð fram til Alþingiskosninganna 2009. Skoðanakannanir sýndu jafnt og þétt vaxandi fylgi við hreyfinguna frá því að framboðið var fyrst tilkynnt til fjölmiðla, þann 23. febrúar 2009. og stóð það í 6,2% síðustu daga fyrir kosningar. Í kosningunum náði Borgarahreyfingin fjórum þingsætum.
Borgarahreyfingin varð til við samruna Samstöðu-hópsins og hópa sem verið hafa að starfa að lýðræðismálum í Borgartúni 3. Framboðið hlaut nafnið Borgarahreyfingin og tengt því er unnið mikið grasrótarstarf. Á vef Borgarahreyfingarinnar stendur að hún hreinsa út spillingu, koma á virkara lýðræði og skýrri þrískiptingu valdsins. Borgarahreyfingin styður persónukjör og hefur lýst því yfir að hreyfingin verði lögð niður eftir að markmiðum hennar hefur verið náð. Meðal annara stefnumála er andstaða við verðtryggð lán, þjóðaratkvæðagreiðslur óski 7% þjóðarinnar þess og stjórnlagaþing haustið 2009.
Merki Borgarahreyfingarinnar appelsínugul slaufa vísar til appelsínugula borðans sem mótmælendur sem mótmæltu friðsamlega báru.
Það má segja að flestir sem komu úr allir sem komu úr Nýjum tímum, Akademínunni og nokkrir úr Lýðveldisbyltingunni eru þeir sem hafa fylgt þingmönnunum og stofnað Hreyfinguna. Við erum ekki nýtt framboð heldur sama fólkið sem höfum unnið saman í heilt ár og afkastað ótrúlegustu hlutum. Við erum með mjög skýra stefnu, afkastamikla einstaklinga í okkar baklandi sem er mjög tryggt og sterkt, baklandið er afraksturinn af þeirri vinnu sem við höfum innt af hendi sl. ár. sem ég kýs að kalla grasrót.
Við lifum á hröðum tímum þar sem við verðum að einblína af fullum krafti á það sem skiptir alla landsmenn máli, hafa hag þeirra ávallt í fyrirrúmi og klára verkefnalistann okkar sem að við settum upp í janúar 2009.
Það skiptir mig litlu máli hvernig það er unnið svo fremur bara það sé á hreinu að menn vinni saman með heilindin og með hag allra í fyrirrúmi. Grasrótin er öflugasta aflið og það er ekki hægt að staðsetja heldur er það sjálfstætt starfandi afl um allt samfélag. Það hefur til að mynda sýnt sig best í máli Jóns Jósefssonar hversu öflugt bakland okkar er þar sem heill her sérfróðra manna rís upp og slær um hann skjaldborg. Svona vinnst þetta eingöngu að mínu mati, aldrei að gefast upp, halda áfram, keyra hlutina áfram af hörku, gefum öllum tækifæri til að sanna sig og vera með, jákvæð og með sigur að leiðarljósi. Afkomendur okkar eiga það skilið frá okkur að við gefumst ekki upp, við viljum heldur ekki kenna þeim að gefast upp og framtíð þessa lands, sem að þau eiga rétt á að búa í, er í húfi.
Í þessum anda hef ég alltaf kosið að starfa og starfa enn.
Ég syrgi ekki nöfn hreyfinga, þær koma og fara. Ég vinn heldur ekki í flokkum. Ég verð aftur á móti sorgmædd þegar að ég finn krafta fólks þrjóta vegna leiðinda, misskilnings og valdabaráttu. Ég á ekki hreyfinguna frekar en byltinguna, þær eiga sig sjálfar og eru bara uppspretta grasrótarinnar. Grasrótin er lifandi afl, situr ekki mikið inni á skrifstofum eða á fundum. Grasrótin framkvæmir í takt við það sem hún talar. Að finna að maður hafi tekið enn eitt skrefið í átt til lýðræðis var og er ólýsanleg tilfinning sem verður aldrei af manni tekin.
Baráttukveðja og Lifið Heil!
Cilla
www.hreyfingin.blog.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar