Leita í fréttum mbl.is

Frá Flokksræði til Lýðræðis - Sagan sögð

Grein eftir Sigurlaugu Ragnarsdóttur
 
Mig langar til rekja sögu okkar í Hreyfingunni til að fólk geti áttað sig á því hvaðan við komum og hver við erum og hvað við gerðum fyrir tíma Hreyfingarinnar. Eins og sést hér að neðan hefur margt gerst á einu ári og stundum finnst manni að það sé í raun ótrúlegt hversu mikið hefur áorkast á aðeins einu ári. Vona að þið sem lesið þennan pistil getið betur mótað ykkur skoðun á því hvers vegna við treystum okkur í þessa vinnu og tókum þá meðvituðu ákvörðun að taka upp þráðinn þar sem við vorum fyrir ári síðan.

SAGAN:

10. október 2008. Nýjir Tímar

"Við stöndum sameinuð um þessa undirstöðuþætti í „Nýjum tímum“ og munum beita öllum löglegum aðferðum til að knýja þá fram, í nafni réttlætis. Þegar við höfum náð fram kröfum okkar getum við farið að ræða framhaldið. Við í „Nýjum tímum“ bjóðum öllum Íslendingum að ganga til liðs við okkur.Allir sem vilja vinna að þessum einföldu markmiðum geta fundið samfélag hjá okkur. Leggjum öll innantóm deilumál niður og rísum upp í nafni lýðræðis og réttlætis. Hjá „Nýjum tímum“ göngum við þvert á allar pólitískar flokkslínur og neitum að vera grundvöllur fyrir pólitískt framapot."

Ég var talsmaður í baráttuhópinum Nýjum Tímum sem hóf starf sitt í byrjun október 2008. Við stóðum að skriflegum mótmælum, héldum úti heimasíðunni www.nyjirtimar.com og "Ákall til þjóðarinnar" á facebook og gerum enn. Við skipulögðum mótmælin við Ráðherra bústaðinn, Trukkagöngunni eftirminnilegu þann 1. nóvember,héldum Skjaldborgarmótmælin á hverjum miðvikudegi við Alþingishúsið, kveiktum á kertum með Herði Torfasyni 3 helgar í röð fyrir framan Alþingishúsið í þagnaðarmótmælunum jólin 2008. Við Hörður mótmæltum líka annarstaðar, fórum með kæru til ríkissaksóknara og lögðum fram kæru vegna Glitnis. Ég stóð fyrir hundruðum skriflegra mótmæla vegna sölu á KPMG á Kaupþingi sem var stöðvuð í nóv´08, skrifuðum sænskum þingmönnunum og fjölmargt fleira. Stend fyrir slíkum skrifum enn í dag og síðasta áskorunin í kringum mál Jón Jósefs varð til þess að fjölþingmenn svöruðu og vildu taka málið fyrir á þinginu.

Við hófum farsælt samstarf með góðum hópi sem stóð að Borgarahreyfingunni - þjóðfundinum 1. desember 2008. Samstarfið og undirbúningur að fundinum heppnaðist með eindæmum vel. Við fundum strax fyrir ákveðnum samhljóm á þverpólitískum grundvelli. Þar hittum við margt gott fólk sem eru miklir vinir okkar enn í dag, Þór Saari, Lílju Mósesdóttur, Hallfríði Þórarinsdóttur, Jakobínu Ólafsdóttur, Árna Daníelssyni, Viðar Hreinssyni, Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur og Hirti Hjartarsyni.

Við unnum saman í sk. Tink - Tank hópi allt fram í mars 2009. Við hittumst þá stundum oft í viku og það var eitt það ánægjulegasta samstarf sem ég hef átt í gegnum tíðinina. Þar var gagnkvæm virðing, vinsemd, gífurlega atorka og framkvæmdarsemi sem var einstök. Þar heyrði ég hugmyndina um breytingarframboð fyrst og likaði hún mjög vel, hú var í raun alger snilld. Ég hafði engan áhuga á að fara inn í flokkana og reyna að ná lýðræðisumbótum þar eins og sum okkar gerðu. Fyrir mér er það vita vonlaust þar sem að samtryggingin er rótgróin og 4 flokkurinn í raun bara einn flokkur. Við vildum finna leið til að komast inn á þing, gera breytingar í stjórnarskrá til að uppræta spillinguna og koma á lýðræði. Leggja síðan hreyfinguna niður. sbr. " Hit and Run "

Hugmyndafræðin á bak við þetta "breytingarframboð" var unnið í Akademíuhópnum. Það sem skiptir máli í dag er sú að grundvallarhugmyndin um að ná kjöri komast inn á þing, var frumforsenda framboðsins. Að gera ákveðnar breytingar á stjórnarskrá, koma á persónukjöri og stjórnlagaþingi. Fara frá flokksræði til lýðræðis, uppræta flokksræðið á Íslandi - leggja síðan þetta "hit - and run framboð niður". Ég fór norður á Akureyri og kynnti þessa hugmynd fyrir m.a George Hollanders og Rakel Sigurgerisdóttur, í Akademíunni á Akureyri.

Við unnum þessa vinnu markvisst í 3 mánuði. Síðan ákváðum að reyna að sameina grasrótina og kynna þessa hugmynd fyrir þeim. Við buðum öllum grasrótarhópum á fund með okkur í janúar 2009 og í Reykjavíkur akademínunni. Þangað komu Lýðveldisbyltingin, Nýjjir Tímar, Byltingu Fíflanna frá Akureyri, Samtök um borgarbyggð, Þórður B. Sigrðsson, Ómar Ragnarsson og Gunnar Sigurðsson frá Borgarafundinum. Á þessum fyrsta fundi vildum við finna hvort við gætum fundið 5 sameiginlega samnefnara sem þessir hópar gætu átt sameiginlega og vinna út frá hugmyndum okkar um Breytingarframboð/ hit and run. Lilja Mósesdóttir og Þór Saari unnu síðan efnahagspakkan í stefnuskrá okkar á þessum tíma ef að til framboðs kæmi. Þessi efnahagspakki var síðar nýttur í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar seinna meir. Tillögur um lýðræðissumbæturnar komu frá Lýðveldissbyltingunni
og þær p-ssuðu vel við okkar hugmyndir um hvað væri mikilvægast að gera til að koma á persónukjöri, stjórnlagaþingi og stjórnarskrábreytingum.

Gunnar Sigurðsson lýsti því yfir á þessum sama fundi að hann skyldi ekkert í því af hverju við værum að þessu brölti og það að fara í framboð sem væri hans síðasta ósk. Hann vildi ekki á nokkurn hátt taka þátt í þessari samvinnu og lýsti því yfir staðfastlega á fundinum. Samstöða - bandalag grasrótarhópa hugði á framboð ef vel lukkaðist. Gott og vel, Gunnar kvaddi en eftir stóðu hinir hóparnir sem unnu síðan dag og nótt að koma á lögum og samþykktum nýju hreyfingarinnar sem fékk nafnið Samstaða - bandalag grasrótarhópa.

SAMSTAÐA - bandalag grasrótarhópa, meðlimir:

Nýjir Tímar: Cilla, Andri Sigurðsson og Birgitta Jónsdóttir

Akademían: Viðar Hreinsson, Hallfríður Þórarinsdóttir, Árni Daníelsson, Hjörtur Hjartarson og Þór Saari

Lýðveldisbyltingin: Baldvin Jónsson, Daði Ingólfsson, Hebert Sveinbjörnsson, Gunnar Grímsson og
Sigurður Hr. Sigurðsson

Borgarasamtökin: Gunnar og Örn

Bylting fíflanna: Rakel Sigurgeirsdóttir og George Hollanders

Yfirlýsing kom frá Samstöðu - hópnum í fjölmiðlum og hljóðaði svo:

"Samstaða -bandalag grasrótarhópa er félag sem er opið öllum grasrótarhópum og einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna að lýðræðisumbótum og upprætinu spillingar í stjórnkerfinu."

Hafið samband við okkur samstada@gmail.com

sjá: http://www.samstada.blog.is/blog/samstada/entry/810484/


Samstaða hélt síðan borgarafund um persónukjör og kosningalög í Iðnó.

" Borgarafundur um persónukjör & kosningalög - Iðnó fimmtudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00"

sjá; http://www.samstada.blog.is/blog/samstada/entry/810484/

Á þessum tímapunkti ákvað Samstaða á fundi að fara í framboð. Stjórn hreyfingarinnar greiddi atkvæði um framboðið á fundi hreyfingarinnar og nú var bara að finna frambjóðendur. Það var enginn hugur í hvorki mér, Birgittu né Þór Saari að fara fram. Við vildum vinna í baklandinu eins og við höfðum gert hingað til og aftókum með öllu að fara sjálf fram þrátt fyrir að margir hvöttu okkar til þess að gera það.

Nokkrum dögum síðar vorum við Birgitta kallaðar á fund í Borgartúninu á vegum Gunnars Sigurðssonar.

Við mættum á fundinn og okkur boðið að taka þátt í framboði með þeim sem að Borgarafundinum stóðu. Þetta kom mér verulega á óvart þar sem Gunnar Sigurðsson hafði allar götur gert lítið úr "brölti" okkar sem ætluðum í framboð? Við fengum lítinn tíma til að hugsa þetta enda vorum við mjög hissa og kom þetta tilboð okkur í opna skjöldu. Okkur líkaði vel við marga þarna og vorum tvístígandi en treystum mörgum þarna úr Samstöðu en höfðum lítið unnið með Borgarafundinum.

Þá lagði Gunnar til að Herbert Sveinbjörnsson yrði formaður og Birgitta Jónsdóttir varaformaður.

Í stjórn vor: Sigurlaug Ragnarsdóttir, Lilja skaftadóttir, Heiða. B Heiðars, Herbert, Birgitta, Guðni Karlsson, Örn, Sigurður Hr. Sigurðsson, Helga Þórðardóttir, Gunnar Skúli og Baldvin Jónsson ritari.

Þá lagði Gunnar til að nafnið Borgarahreyfingin yrði notað, nafnið á hreyfingunni sem stóð að baki þjóðfundinum 1. desember 2008. Við höfðum ekkert á móti því að nota þetta nafn sem slíkt enda erum heimildir til um það hvaðan það er komið.

sjá;

Borgarahreyfingin – þjóðin á þing er stjórnmálahreyfing sem var stofnuð 2009 í kjölfar efnahagskreppunnar á Íslandi og bauð fram til Alþingiskosninganna 2009. Skoðanakannanir sýndu jafnt og þétt vaxandi fylgi við hreyfinguna frá því að framboðið var fyrst tilkynnt til fjölmiðla, þann 23. febrúar 2009. og stóð það í 6,2% síðustu daga fyrir kosningar. Í kosningunum náði Borgarahreyfingin fjórum þingsætum.

Borgarahreyfingin varð til við samruna Samstöðu-hópsins og hópa sem verið hafa að starfa að lýðræðismálum í Borgartúni 3. Framboðið hlaut nafnið Borgarahreyfingin og tengt því er unnið mikið grasrótarstarf. Á vef Borgarahreyfingarinnar stendur að hún „ hreinsa út spillingu, koma á virkara lýðræði og skýrri þrískiptingu valdsins“. Borgarahreyfingin styður persónukjör og hefur lýst því yfir að hreyfingin verði lögð niður eftir að markmiðum hennar hefur verið náð. Meðal annara stefnumála er andstaða við verðtryggð lán, þjóðaratkvæðagreiðslur óski 7% þjóðarinnar þess og stjórnlagaþing haustið 2009.

Merki Borgarahreyfingarinnar — appelsínugul slaufa — vísar til appelsínugula borðans sem mótmælendur sem mótmæltu friðsamlega báru.

Það má segja að flestir sem komu úr allir sem komu úr Nýjum tímum, Akademínunni og nokkrir úr Lýðveldisbyltingunni eru þeir sem hafa fylgt þingmönnunum og stofnað Hreyfinguna. Við erum ekki nýtt framboð heldur sama fólkið sem höfum unnið saman í heilt ár og afkastað ótrúlegustu hlutum. Við erum með mjög skýra stefnu, afkastamikla einstaklinga í okkar baklandi sem er mjög tryggt og sterkt, baklandið er afraksturinn af þeirri vinnu sem við höfum innt af hendi sl. ár. sem ég kýs að kalla grasrót.

Við lifum á hröðum tímum þar sem við verðum að einblína af fullum krafti á það sem skiptir alla landsmenn máli, hafa hag þeirra ávallt í fyrirrúmi og klára verkefnalistann okkar sem að við settum upp í janúar 2009.

Það skiptir mig litlu máli hvernig það er unnið svo fremur bara það sé á hreinu að menn vinni saman með heilindin og með hag allra í fyrirrúmi. Grasrótin er öflugasta aflið og það er ekki hægt að staðsetja heldur er það sjálfstætt starfandi afl um allt samfélag. Það hefur til að mynda sýnt sig best í máli Jóns Jósefssonar hversu öflugt bakland okkar er þar sem heill her sérfróðra manna rís upp og slær um hann skjaldborg. Svona vinnst þetta eingöngu að mínu mati, aldrei að gefast upp, halda áfram, keyra hlutina áfram af hörku, gefum öllum tækifæri til að sanna sig og vera með, jákvæð og með sigur að leiðarljósi. Afkomendur okkar eiga það skilið frá okkur að við gefumst ekki upp, við viljum heldur ekki kenna þeim að gefast upp og framtíð þessa lands, sem að þau eiga rétt á að búa í, er í húfi.

Í þessum anda hef ég alltaf kosið að starfa og starfa enn.

Ég syrgi ekki nöfn hreyfinga, þær koma og fara. Ég vinn heldur ekki í flokkum. Ég verð aftur á móti sorgmædd þegar að ég finn krafta fólks þrjóta vegna leiðinda, misskilnings og valdabaráttu. Ég á ekki hreyfinguna frekar en byltinguna, þær eiga sig sjálfar og eru bara uppspretta grasrótarinnar. Grasrótin er lifandi afl, situr ekki mikið inni á skrifstofum eða á fundum. Grasrótin framkvæmir í takt við það sem hún talar. Að finna að maður hafi tekið enn eitt skrefið í átt til lýðræðis var og er ólýsanleg tilfinning sem verður aldrei af manni tekin.

Baráttukveðja og Lifið Heil!

Cilla

www.hreyfingin.blog.is

Stefnuyfirlýsing Nýrra Tíma.

Vilji okkar er að við högum okkur eins og siðmenntuð þjóð:

Vilji okkar er að við hröðum rannsókn á þessum grafalvarlegu málum, hugsanlegum lögreglurannsóknum og dómsmálum sem mest má til að þjóðin finni aftur til innri friðar, geti hafið það uppbyggingarstarf sem framundan er. Stjórnmálamenn, fjármálamenn og stjórnsýsla eru flækt í gagnkvæma hagsmunagæslu gróðafíknar og valdagræðgi.

Við krefjumst þess að gripið verði tafarlaust til markvissra aðgerða til að bjarga fjárhag heimilanna og lífvænlegra fyrirtækja og óhikað verði gengið að þeim auðmönnum sem ábyrgð bera á hruninu. Samhliða endurnýjun fullveldisins þarf að fara fram víðtæk alþjóðleg rannsókn á öllu því sem miður hefur farið undanfarna áratugi, þar sem aðgangur rannsóknarnefnda og fræðimanna að gögnum verður óhindraður og frysting á eignum auðmannana sem teljast hafa gerst brotlegir verði tafarlaust frystar.

Ef það gerist ekki mun samfélag okkar bíða varanlega skaða, skaða sem við teljum ósannsgjarnan, siðlausan og engan veginn bjóðandi komandi kynslóðum!

Við viljum að Ríkisstjórnin víkji frá og skipuð verði tímabundin utanþingstjórn, sk. neyðarstjórn og að óháðum erlendum aðilum verði boðið að að aðstoða okkur eftir fremsta megni að rannsókn og uppbyggingu okkar samfélags.
Borgarahreyfing um Þjóðfund 1. des. eru regnhlífarsamtök þeirra hópa og einstaklinga sem hafa haft sig í frammi opinberlega undanfarnar vikur vegna þess gjörningaveðurs sem fjármálamenn, stjórnvöld og embættismenn hafa kallað yfir þjóðina. Borgarahreyfingin stendur algerlega utan við alla stjórnmálaflokka og telur að núverandi stjórnvöld sem og stjórnarandstaða hafi glatað trausti landsmanna. Borgarahreyfingin hvetur alla landsmenn til að sýna samstöðu og krefjast breytinga á stjórn landsmála og breytinga á stjórnsýslu með því að leggja niður vinnu og mæta á

Þjóðfund á Arnarhóli klukkan 15, mánudaginn 1. desember.

Jafnframt hvetur Borgarahreyfingin til þess að öll samtök launþega veki athygli félagsmanna sinna á fundinum og að Samtök atvinnulífsins sýni vilja sinn til þjóðarsáttar og hvetji aðildarfélög sín til að gefa starfsfólki leyfi frá störfum.

Hér kemur nafnið Borgarahreyfingingin skýrt fram. Gunnari Sigurðssyni og félögum var boðið að taka þátt í þessu samstarfi en hann vildi ekki láta kenna sig við þennan viðburð eitthvað sem hann tók mjög skýrt fram við hópinn sem stóð að þjóðfundinum.
Ríkisstjórnin lofaði persónukjöri og breytingum á kosningalögum. Er það mögulegt?

Samstaða –bandalag grasrótarhópa boðar til almenns borgarafundar til að fá úr því skorið.

Ræður: Þorkell Helgason - vann að núverandi kosningalögum
Ómar Ragnarsson - talsmaður persónukjörs & breytinga á kosningalögum
Fundarstjóri: Hallfríður Þórarinsdóttir - mannfræðingur
Formenn flokkana hafa verið boðaðir á fundinn til að fá afdráttalaus svör varðandi þessi mál. Hvaða flokkar ætla að verða við kröfum almennings um persónukjör? Mikilvægt er að almenningur fái skýr svör nú þegar. Nú er tækifæri fyrir almenning að fá svör við spurningum sínum.

Sýnum samstöðu og mætum öll

Fundarstjóri: Hallfríður Þórarinsdóttir
Fjórtan manns úr Borgarahreyfingunni, þar af allir þrír þingmenn hennar, hafa lagt fram tillögur að samþykktum sem ætlaðar eru að tryggja að Borgarahreyfingin starfi áfram á þeim grunni sem hún lagði af stað með. Hún sé hreyfing en ekki stjórnmálaflokkur.

„Við teljum að þessar grasrótarsamþykktir muni tryggja að svo verði, meðan að tillögur að þeim flokksamþykktum, sem einnig hafa verið lagðar fram, geri hreyfinguna að tiltölulega hefðbundnum stjórnmálaflokki,“ segir í tilkynningu frá hópnum.

Landsfundur Borgarahreyfingarinnar verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 12. september.

Fundurinn hefst klukkan níu og á dagskrá verður meðal annars aðalfundur, lagabreytingar, kjör í stjórn hreyfingarinnar og World Café-hugmyndavinnuhópar.

Eftirfarandi skrifa undir tillögurnar:

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Jónsson
Birgitta Jónsdóttir
Daði Ingólfsson
Gunnar Waage
Högni Sigurjónsson
Jóhann Ágúst Hansen
Katrín Snæhólm
Lísa Björk Ingólfsdóttir
Margrét Rósa Sigurðardóttir
Margrét Tryggvadóttir
Rakel Sigurgeirsdóttir
Sigurlaug Ragnarsdóttir
Þór Saari
18. september 2009

Það stóð aldrei til að Borgarahreyfingin ílengdist á Alþingi. Í því fólst styrkur hennar ekki síst, enda líta þeir þingmenn hennar sem hér eiga hlut á það sem lýðræðisleg forréttindi að geta starfað á þingi án þess að binda hugi sína og hjörtu við næstu kosningar. Geta fylgt sannfæringu sinni sem fulltrúar kjósenda, óháð sýndarárangri og atkvæðaveiðum. Hreyfingin ætlar að vera sameiningartákn þeirra sem sjá enga von í flokkakerfinu, og trúir
því að saman getum við rutt úr vegi þeim hindrunum sem hafa staðið í vegi fyrir raunverulegu lýðræði á Íslandi.

Lýðræði er samræða um val, flokksræði er samráð um vald.

« Síðasta færsla

Höfundur

Hreyfingin
Hreyfingin
Talsmaður Hreyfingarinnar uns ráðin hefur verið framkvæmdarstjóri er:
Daði Ingólfsson, s. 822-9046 – dadi@1984.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband